Pappírstætaraaðgerð á mánudagsmorgun

Falleg og fjölskylduvæn aðgerð er fyrirhuguð fyrir utan Landsbankann í Austurstræti í fyrramálið, frá klukkan 10 og eitthvað fram á dag.

Mætum öll og setjum reikningana okkar í pappírstætarann. Ef hátt settir bankamenn, sægreifar og stjórnmálamenn eiga að fá skuldir sínar afskrifaðar, þá á það sama að gilda um okkur öll.

Förum svo að Bessastöðum og mótmælum fjárlögunum eftir hádegið.