Ömurleg ástæða. En niðurstaðan er góð. Ríkisstjórnin fer.
Það kom reyndar fram í áramótaspá minni að andlát áhrifamanns eða banvæn veikindi yrðu til þess að hann félli úr leik. En ég hélt að það yrði Ingibjörg Sólrún. Við fáum væntanlega einhverskonar kosningar í vor en það verða samt haustkosningar.
Ég votta Geir og fjölskyldu hans samúð mína vegna veikindanna.
————————————————————
Þetta voru sannarlega tíðindi og vissulega er hugur manns hjá þeim sem verður fyrir slíkum ótíðindum. Mér fannst það samt ljós punktur að sá flokkur sem ég hef löngum fylgt hafi loksins séð það eina rétta í stöðunni og boða til kosninga. Það var orðið nauðsynlegt til að sú stjórn sem tæki við hafi ljós umboð frá þjóðinni til að leiða þjóðinna út úr þessum hremmingum því núverandi stjórn hafði bara ekkert traust lengur.
Posted by: GVV | 23.01.2009 | 23:23:58
————————————————————
Tjásur af moggabloggi
En ömurleg skrif! Lýsa þínum innri manni.
Erla (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:59
————————————————————
Þvílíkur viðbjóður sem þú ert Eva!! Farðu og leitaðu þér hjálpar!!
Þorsteinn Þormóðsson, 23.1.2009 kl. 13:07
————————————————————
Þú ert nú dulítið svöl í þessu, Eva! Hinsvegar er mikið um það þessa mánuðina að sorglegar heilsufarssögur virðist eiga að stöðva andóf gegn langvarandi spillingu og vanhæfni. Það gengur ekki.
Stjórnin hangir enn – svo aðgerðir halda áfram! Ekki spurning.
Hlédís, 23.1.2009 kl. 13:10
————————————————————
Ömurleg og ómanneskjuleg skrif
Júlíus Garðar Júlíusson, 23.1.2009 kl. 13:11
————————————————————
Ojjj hvað þú ert illa innrætt kona. Þetta eru ógeðslega ljót skrif hjá þér og ég vorkenni þér fyrir að líða svona illa inni í þér að þú þurfir að koma með svona ömurleg komment.
Margrét Inga (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:15
————————————————————
Ég held að þessi skrif þín segi meira um þig heldur en nokkuð annað sem þú hefur gert.
Mér finnst að þú eigir að skammast þín og biðjast fyrirgefningar.
Ragnar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:16
————————————————————
Eru engin takmörk fyrir því hvað þú getur verið ómanneskjuleg?
Anna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:16
————————————————————
Ég votta fjöslkyldu þinni samúð mína vegna ætternis við þig. En þér óska ég norður og niður!
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:16
————————————————————
En smart hjá þér að bæta við disclaimer neðst við frásögnina. Minnir mig á fólkið sem blótar innflytjendum hvað mest en bætir svo við, „ég er samt ekki rasisti eða neitt svoleiðis, hef ekkert á móti þessu fólki“.
Sunna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:21
————————————————————
Vá mér varð bara illt af að lesa þessi skrif þín. Held að þú ættir bara að hafa þínar áramótaspár fyrir þig fyrst þær eru svona ljótar!
Gunnhildur Ólafsdóttir, 23.1.2009 kl. 13:27
————————————————————
Yfirleitt kenni ég í brjósti um svona vitleysinga eins og þig, en í þessu tilviki er það ekki hægt. Skammastu þín.. sveiattan
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:36
————————————————————
Þetta eru nú meiri móðursýkisviðbrögðin. Það er gott að ríkisstjórnin ætlar að boða til kosninga í vor en það er ömurlegt ef veikindi Geirs hafa orðið til þess. Þetta er inntak þess sem Eva skrifaði hér að ofan. Ég sé ekki betur en að út víðan bloggvöll reyni stuðningsmenn Geirs, Sjálfstæðiflokksins og/eða ríkisstjórnarinnar að láta líta svo út að við, sem viljum kosningar og ríkisstjórnina burt, fögnum því að veikindi Geirs hafi hugsanlega orðið til þess að öðrum áfanganum sé náð. Ekkert er fjær sanni. Við fögnum niðurstöðunni en hörmum ástæðuna ef hún er þá þessi. Að halda öðru fram er frekar lágkúrulegt.
Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 13:38
————————————————————
Svona skrif eiga ekki að viðgangast þeir sem skrifa slíkt ættu að leyta sér hjálpar! Geir Haarde er manneskja eins og við hin, þrátt fyrir hvernig komið er fyrir landinu okkar undir forystu XD óska ég þess innilega að Geir nái fullum bata.
Alexander Gíslason (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:42
————————————————————
Þú ert veik… mjög veik…
Hólmfríður (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:42
————————————————————
Mér hefði þótt miklu betra að fá það viðurkennt að mótmælaaðgerðirnar hafi haft þessi áhrif en aðal málið er að við losnum við óhæft fólk úr ráðherrastólum.
Ég hef raunverulega samúð með Geir eins og öllum sem fá krabbamein, óhugnanlegasta sjúkdóm sem ég hef sjálf horft upp á. Mér hefði þótt dálítið gott á hann að fá lús, en það gleður mig ekki neitt að vita af fólki þjást eða berjast við berjast við banvæn mein.
Sannfæring mín um að Geir Haarde eigi ekki heima í stól forsætisráðherra hefur þó ekkert dvínað við fréttir af slæmu heilsufari hans. Ef það er illt innræti að vera sjálfum sér samkvæmur þá er ég illa innrætt. Sjálf lít ég svo á að þeir sem hafa heimtað stjórnarslit en bakka með þá kröfu vegna þessara frétta séu ósköp einfaldlega hræsnarar.
Eva Hauksdóttir, 23.1.2009 kl. 13:46
————————————————————
Tek undir með þér, Björgvin R ! Mikil læti eru þetta í fólkinu. Er það af því Dauðinn kom til tals í pistlinum? – Má ekki minnast á hann? Þetta er samt leiðin okkar allra!
Hlédís, 23.1.2009 kl. 13:47
————————————————————
Sammála Evu! Þetta er bölvað tilfinningaklám!
Nú þegar kapítalistahvolparnir og kratableyðurnar í kokteilsósudeildinni hafa samasem NÚLL stuðning taka þeir upp á því að reyna að öðlast samúð og stuðning með yfirlýsingum um þessi veikindi.
Þetta er ógeðslega ósmekklegt!
Vanalega þegar fólk hættir í opinberum stöðum er það vegna ,,persónulegra ástæðna“.
Það greinast fjölmargir með krabbamein á ári hverju, bæði hér á landi og annars staðar í heiminum.
Steinar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:48
————————————————————
Ég verð nú bara að vera sammála henni Evu hérna, þetta er ömurleg ástæða fyrir breytingum.
Ég hefði viljað sjá annan hvata fyrir breytingum en veikindi ráðamanna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:23
————————————————————
Er Eva nokkuð að óska einhverjum ills? Hún talar um ömurlega ástæðu og vottar Geir samúð. Hefði kannski verið vbetra að óska honum bata, en nú er ég að láta eins og lögfræðingur sem hangir á hverju orði sem sagt er.
Ef Eva þykist hafa einhverja gáfu sem segir henni um óorðna hluti, er það allt í lagi. Setji hún þessa spádóma fram á opinberum vettvangi er það hennar mál, enda málfrelsi í landinu. Það kemur svo í ljós hvort hún tali af einhverju viti eða ekki.
Það fólk sem fer í opinber störf eða reynir að verða frægt, gerir sér yfirleitt grein fyrir að það verður talað um það. Ekki alltaf fallega. Svona er það bara. Geir ræður örugglega við þessa færslu.
Vil svo óska honum skjótum og fullum bata. Og visku til að biðja Óla G. um að setja á stofn þjóðstjórn fram að kosningum.
Villi Asgeirsson, 23.1.2009 kl. 14:30
————————————————————
Móralisminn er greinilega alveg að gera útaf við fólk. Að fagna yfirvofandi kosningum og segja það ömurlegt að forsætisráðherra hafi greinst með krabbamein er eðlilegasta mál í heimi. Við erum öll þessarar skoðunar.
En mig langar að vita hvernig þið hugsið þessa hluti. Nú hafið þið í löngum bunum kallað Evu veika, sagt henni að leyta [svo] sér hjálpar, orðið óglatt yfir skrifum hennar, líkt henni við rasista, sagt hana hafa ömurlegan innri mann, kallað hana vitleysing, ómanneskjulegan viðbjóð og óskað henni norður og niður. Finnst ykkur það voðalega heilbrigt og fallegt? Einhverju ykkar?
Hildur Lilliendahl (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:55
————————————————————
Í ljósi þess hvað menn hafa hingað til sagt þjóðinni þá má segja að „ömurlega ástæðan“ sé réttlætanlegt orðaval. Af hverju að bera veikindi Geirs fyrir sig í stað þess að viðurkenna að þjóðin sé ósátt og vilji breytingar? Hvað eru menn alltaf að fela/bera fyrir sig til þess að þurfa ekki að segja eins og er. Við erum orðin þreytt á því og viljum sem sannastar upplýsingar. Fer ríkistjórnarsamstarf í vitleysu af því að Geir sé veikur? Er þetta virkilega svona einfalt? Nú þá það. En að ætla sér það að fá samúð mótmælenda á þessum forsendum svo þeir slaki nú á í látunum (það hefur sýnt sig t.d. útförin í Dómkirkjunni að mótmælendur hafa hjartað með sér) og menn fái sinn vinnufrið, ef það er hugmyndin að höfða til samvisku þjóðarinnar þá sé ég bara fyrir mér taflborð þar sem verið er að spila út leik.
En það má spyrja Evu betur út í hvað hún á við með „ömurlegu ástæðunni“. Stundum segir fólk að hlutir séu ömurlegir vegna þess að þeim þyki þeir miður (amk. í talmáli gerum við það stundum). Eða er hún að hugsa það sama og nefnt er að ofan?
Sunna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:05
————————————————————
Afsakið en sagði ég eitthvað ljótt um Geir Haarde eða einhvern annan í þessari færslu?
Varðandi spádóma mína þá býð ég mig hér með fram til að sjá um verðbólguspá Seðlabankans. Það yrði mikill sparnaður fyrir þjóðarbúið og þótt ég sé ekki óskeikul er nánast útilokað að fá fram meira ósamræmi með því að kasta rúnum en með þeim aðferðum sem hingað til hafa tíðkast þar á bæ.
Ég spái hér með haustkosningum. Jafnvel þótt verði kosið í vor.
Eva Hauksdóttir, 23.1.2009 kl. 15:17
————————————————————
Þó að ég sé á móti einkavæðingu legg ég hér með til að greiningardeildir bankanna verði boðnar út – til Evu! Það er ekki séns að hún geti komið með verri eða ómarkvissari efnahagsspár en þær.
Björgvin R. Leifsson, 23.1.2009 kl. 15:22
————————————————————
Ég sem hélt að markmiðið væri einmitt betri og markvissari efnahagsspár. En jæja þá…
Sigurjón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:28
————————————————————
Sunna, orðið ömurlegt vísar í þessu tilviki á tvær ástæður.
Krabbamein er ömurlegt.
Það er líka ömurlegt ef satt er að veikindi eins manns séu meiri áhrifavaldur í örlögum þjóðarinnar en eindregin krafa mörg þúsund karla og kvenna sem vikum saman hafa komið þeirri kröfu á framfæri með öllum tiltækum ráðum. Ef eitt lítið ógeðsæxli er máttugra en vilji þjóðarinnar, þá er krabbamein ennþá ömurlegra en ég gerði mér grein fyrir.
Þriðja ástæðan fyrir hugsanlegum ömurleika, hvarflaði ekki að mér fyrr en ég fór að lesa skrif annarra. Nei, ég held ekki að Geir sé að reyna að afla sér samúðarfylgis.
Eva Hauksdóttir, 23.1.2009 kl. 15:32
————————————————————
Sigurjón, já, ég er einmitt að tala um betri og markvissari efnahagsspár. Þeir spámenn sem hafa sinnt þeim hingað til eru áreiðanlega óhæfari til þess en ég og Sigríður Klingenberg. Svo má auðvitað alltaf skrifa tölur á blað og draga af handahófi. Það yrði sennilega líka áreiðanlegra en spár Seðlabankans og greiningardeilda bankanna.
Eva Hauksdóttir, 23.1.2009 kl. 15:37
————————————————————
Ég er einmitt að velta því fyrir mér hvernig fólk fékk þriðja möguleikann út úr skrifum þínum. Það hvarflaði ekki að mér að þú værir að hlakka yfir óförum Geirs þegar ég las færsluna. Sammála Björgvini um móðursýkina.
Sunna (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:02
————————————————————
Eva, þú skrifar hér: „Það kom reyndar fram í áramótaspá minni að andlát áhrifamanns eða banvæn veikindi yrðu til þess að hann félli úr leik. En ég hélt að það yrði Ingibjörg Sólrún“
Er hægt að skilja þetta öðruvísi en að fyrst að það var ekki Ingibjörg Sólrún að þá hlýtur það að vera Geir?????????????????????????????
Oft hefur maður lesið hér ósóma, en þetta er eitt það versta!!!!!!!!!!!!!! Auðvitað munar ekki um mig eina og þér örugglega alveg sama, en ég mun ekki mæta á frekari mótmæli sem ég veit að nafn þitt og persóna tengjast. Ég er búin að fá nóg af þér og þínum líkum sem æðið áfram í hatri og beiskju.
Katrín Linda Óskarsdóttir, 23.1.2009 kl. 21:12
————————————————————
Katrín Lind! Mér finnst ég hafi séð þig hér í blogginu með gagnrýni á allt mögulegt í kröfu-aðgerðunum, áður en Geir Haarde sagði frá veikindum sínum. Er Eva nú orðin næg móðgunarástæða fyrir þig til að „hætta“ þáttöku í kröfugerð? Menn mæta ekki á svona samkomur af greiðasemi við aðra heldur vegna eigin sannfæringar.
Hlédís, 23.1.2009 kl. 21:31
————————————————————
Hlédís. Ég hef sagt mínar skoðanir á bloggi hér rétt eins og þú og fleiri. Okkar skoðanir fara auðvitað ekki saman, en ég hef líka tekið þátt í mótmælunum samt sem áður. Ekki frá byrjun nei, rétt er það og líka rétt að mér er ekki sama á hvern hátt er mótmælt. En eftir lestur hér á blogginu í dag er að mínu mati ljóst að forsvarsmenn og helstu talsmenn svokallaðra laugardagsmótmæla er ekki fólk sem ég get tekið þátt í mótmælum með.
Katrín Linda Óskarsdóttir, 23.1.2009 kl. 21:43
————————————————————
Ég skil ekki þetta komment þitt Katrín Linda. Geir er fallinn úr leik. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér aftur að eigin sögn, svo já, ég reikna með að hann sé einmitt þessi umræddi áhrifamaður, allavega vona ég að aðrir óhæfir áhrifamenn hætti af siðferðisástæðum en ekki veikindum.
Það gleður mig alltaf þegar fólk sem hefur enga sannfæringu eða veika hættir að skipta sér af mótmælum og það sama á við um fólk sem missir sig svo illa í tilfinningarunk að það getur ekki staðið á sannfæringu sinni. Slíkt fólk getur orðið ágætis skrifstofumenn eða starfsmenn í dósaverksmiðjum en á ekki heima í pólitísku starfi.
Eva Hauksdóttir, 23.1.2009 kl. 22:27