Orðaskýringar fyrir kjósendur

images-21Heildstæð stefnumótun = stefna
Heildræn stefnumörkun = stefna
Að marka heildstæða stefnumótun = að móta stefnu

Hjúkrunarúrræði = hjúkrun
Vistunarúrræði = elliheimili, leikskólar og aðrar stofnanir þar sem fólk er geymt.
Heildstæð vistunarúrræði = vistun

Heildstæð stefnumótun í öldrunarmálum = sú skoðun að aldraðir eigi að njóta mannréttinda
Heildstæðar lausnir í öldrunarmálum = bygging hjúkrunarheimila

Af hverju talar enginn um heildstæð lausnaúrræði? Það myndi hljóma svo gáfulega.

One thought on “Orðaskýringar fyrir kjósendur

  1. ————————————————-

    Mer finnst thu findin.

    Posted by: Haukur | 31.03.2007 | 20:42:14

    ————————————————-

    Fólk rúnkandi sér yfir fjölmiðla með skrautlegum orðum.

    Posted by: Gillimann | 31.03.2007 | 23:07:46

    ————————————————-

    Það ætti kannski að vera skilyrði að frambjóðendur séu talandi á mannamáli?

    Posted by: Kalli | 3.04.2007 | 18:23:57

Lokað er á athugasemdir.