Gæti ekki hugsast að Íranir væru til í að hætta þessu úranrugli þegar bæði Bandaríkjaríkamenn og Ísraelsmenn eru búnir að samþykkja að eyða öllum sínum gereyðingarvopnum og gangast undir alþjóðlegt eftirlit með vopnaeign sinni og hergagnaframleiðslu? Ég held satt að segja að þeir yrðu bara dauðfegnir.
Ef það er heimsfriður sem Bússa og félögum er svona umhugað um, þá hljóta þeir að bjóða upp á það einkar sanngjarna samkomulag. Mér hrís hugur við tilhugsuninni um að kjarorkuvopnaframleiðslu, hvort sem er í Íran eða annarsstaðar en það er ekki við því að búast að nokkur þjóð sé sátt við það að fá ekki tækifæri til að verja sig gegn stórveldi sem hefur hvað eftir annað valtað yfir aðrar þjóðir í nafni Gvuðs og mannréttinda og á í fórum sínum fleiri kjarnorkusprengjur en nokkur önnur þjóð.
Það er ekki siðleysi Írana sem ógnar veröldinni, heldur sértæk frekjuröskun yfirvalda í Bandaríkjunum.