Norn mánaðarins

Flestar konur eru skaplausar undirlægjur sem taka því með þolinmæði þegar fávitar skeina sig á tilfinningum þeirra. Þó eru til undantekningar sem ættu að vera okkur hinum hvatning til eftirbreytni. Hér eftir ætla ég að velja Norn mánaðarins, til að minna sjálfa mig og aðra á það að konur njóta yfirleitt ekki þeirrar virðingar og réttinda sem þeim ber, nema gera kröfu um það sjálfar.

Norn janúarmánaðar 2007 er án nokkur vafa Veronica Lario. Lítið snöggvast á þessa grein og takið eftir Freudiska slippinu sem birtist í röð setningarliða.

Eiginkona Silvio Berlusconis, Veronica Lario, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur krafið eiginmanninn um opinbera afsökunarbeiðni vegna ummæla hans um aðra konu opinberlega.

 

One thought on “Norn mánaðarins

  1. ———————————-

    veronica ætti að vera fyrirmynd okkar allra. ekkert kjaftæði í boði.

    Posted by: inga hanna | 3.02.2007 | 11:34:58

Lokað er á athugasemdir.