Munar ekkert um tittlingaskít

Ríkissjóður tönnslast á því að við munum ekkert finna fyrir því ef við setjum 5000 kall á mánuði í sparnað. Vel má það vera en eitt finnst mér mótsagnakennt. Um áramótin hækkuðu laun ríkisstarfsmanna. Laun þeirra sem eru í 8.launaflokki, 5. þrepi hækkuðu t.d. um 4241 kr á mánuði.

Og nú spyr ég, fávís konan, hversvegna býður Ríkissjóður starfsfólki sínu launahækkun, sem hann sjálfur telur svo ómerkilega að engar líkur séu á að hún skipti launþegann nokkru máli?