Kröfurnar hafa ekki bara snúist um kosningar, heldur ber þær flestar að sama kjarnanum; að spilling verði upprætt. Það er ekki nóg að kjósa. Við þurfum líka að losna við stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og taka til í bönkunum, finna leið til að láta útrásarvíkingana axla ábyrgð og koma á stjórnkerfi sem býður ekki upp á það að endalaust vald safnist á örfáar hendur.Ef það eina sem breytist er að skipt verði um rassa í ráðherrastólunum, getum við átt von á sannkallaðri uppreisn með haustinu.Við getum nú slakað á gagnvart kröfunni um kosningar og lagt þeim mun meiri áherslu á önnur mál. Næsta krafa sem ég vil ná í gegn er að losna við Davíð. Ég vona bara að hann fari ekki vegna veikinda, heldur vegna réttlætisins.
——————————————————————
Nákvæmlega! Nú ríður á að halda þrýstingnum áfram og halda mótmælunum áfram. Þetta er bara áfangi.
Vilma Kristín , 23.1.2009 kl. 14:20
——————————————————————-
Sammála! Nú setjum við aukinn þunga í mótmælin, ríkisstjórnina frá strax! Spillinguna burtu strax! Starfsstjórn til kosninga sem þorir að fleygja Dabba drulluhala og öllum gjörspilltu sjálfstæðisráðherrunum og þeirra hyski út úr öllum ábyrgðastöðum sem eru ábyrgðarlausar á meðan skítugt rassgatið á þeim vermir stólana! ISG kemur eftir 15 mínútur ef að líkum lætur …látum hana ekki í friði eina einustu mínútu!
corvus corax, 23.1.2009 kl. 15:32