Mogginn með brúnt í buxunum

blaðamennskaMér finnst nú út af fyrir sig orka tvímælis að stór fréttamiðill bjóði almenningi að beintengja blogg við fréttir sínar og þegar sami miðill vísar sérstaklega í eina bloggfærslu af mörgum sem skrifaðar hafa verið um sama mál, dettur manni fyrst í hug að þar sé á ferðinni fræðileg, að a.m.k. málefnaleg umfjöllun.

Í þessu tilviki er það alls ekki raunin. Umrædd færsla er órökstuddur sleggjudómur yfir klámframleiðendum, Hótel Sögu og Icelandair. Vel má vera að þetta séu allt saman hin mestu skítafyrirtæki og ég get vel skilið að Sóleyju Tómasdóttur finnist þetta fólk ógeðfellt. Hún er líka í fullum rétti með að flíka tilfinningum sínum í garð þessa iðnaðar og þess tiltækis að halda klámþing á Íslandi, í sinni eigin vefbók. Ég skil hinsvegar ekki hvernig fréttamönnum Moggans dettur í hug að það sé viðeigandi að vísa í rakalausan tilfinningavaðal eins og hann væri fréttaskýring.

One thought on “Mogginn með brúnt í buxunum

  1. ————————

    var að renna yfir þetta og er líka steinhissa…skil ekki af hverju settur er tengill á þessa síðu með fréttinni. þetta er bara svona „venjulegt bloggtuð“

    Posted by: baun | 16.02.2007 | 11:54:54

Lokað er á athugasemdir.