Leiðtogi ójafnaðarmanna, kona sem oft hefur stutt mannréttindabrot heilshugar, t.d. gagnvart Tíbetum og Palistínumönnum á sama tíma og hún vildi ólm komast í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna, hefur nú tussast til þess að fordæma stríðsglæpi Ísraelsmanna. Mikið var.
Ég sé ekki ástæðu til að lýsa yfir sérstakri ánægju með Ingibjörgu Sólrúnu þótt hún sjái eitthvað athugavert við fjöldamorð. Ég hefði haldið að það væri nú bara nokkuð eðlilegt að gera þá kröfu til æðstu ráðamanna þjóðarinnar.
![]() |
„Óverjandi aðgerðir“ |
——————————————————
Mikið geypilega tekst þessari konu (ISSS!) að verða sér til skammar. Undirrituð biðst afsökunar á að hafa kosið hana.
Hlédís, 27.12.2008 kl. 19:35
——————————————————
Ég kaus hana. Og kýs hana aftur ef um verður að ræða einmenningsstjórn. Mér finnst þú nokkuð grunn. En virði skoðun þína.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 20:10
——————————————————
þakka hrósið, Hallgerður mín!
Það var mér svei mér ekki létt, né grunnt, gleðiefni, að missa svona algjörlega traust á manni sem ég hélt að haldið gæti jafnaðarmerki á lofti. ISG þessi hefur ekki bara glatað MÍNU trausti, – það máttu segja henni! Ef þú og hún velkist enn í vafa um að það er þjóðin sem vill hana burt – skaltu ekki segja að hafir ekki verið vöruð við.
Með von um betra nýtt ár!
Hlédís, 27.12.2008 kl. 20:37
——————————————————
Það er vonandi að hún tussist til að fordæma á réttum vettvangi ef hún hefur einhverja réttlætiskennd. Ég kaus hana líka, hélt að hennar flokkur stæði við eitthvað af kosningaloforðum sínum en annað hefur komið á daginn. biðst afsökunar á að hafa misnotað atkvæðisrétt minn. Meðan við kjósum flokka en ekki einstaklinga verður aldrei hægt að nota kosningaréttinn til góðs, þetta er mitt mat.
Ólafur Gunnarsson, 27.12.2008 kl. 21:01
——————————————————
Mikið er ég sammála þér, Eva.
Jóhannes Ragnarsson, 27.12.2008 kl. 22:01
——————————————————
Nákvæmlega…kjósum XD næst.
Eva, hvað er að tussast?
Ekki skrýtið að sonur þinn er eins og hann er.
Selur (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 10:42
——————————————————
Selur: Aumingjaleg athugasemd í skjóli nafnleysis.
Tek undir með Vilmundi.
Jólakveðja Frú Norn 🙂
AceR, 28.12.2008 kl. 14:34
——————————————————
Ég held, Haukur, að vandamál Samfylkingarinnar sé mikið meira og alvarlegra en samstarf hennar við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin er handónýtur flokkur þar sem engu er líkara en hún sé hluti af baugsveldinu; forráðafólk flokksins hafi selt hann auðvaldinu, útrásargemsunum og spillingaröflum. Ég er þeirrar skoðunar að það verði vandlifað næstu árin fyrir alla þá sem einhverja ábyrgð bera á Samfylkingunni.
Það kæmi mér ekkert á óvart þó að það verði VG en ekki Samfylkingin sem að lokum verður sú breiðfylking vinstrimanna sem Samfylkingin ætlaði sér að verða.
Jóhannes Ragnarsson, 28.12.2008 kl. 17:27
——————————————————
Sæl Eva,
takk fyrir góðan pistil og ég er sammála þér. Ég kaus nú reyndar ekki Ingibjörgu en þekki marga sem gerðu það. Í brjóstum þeirra var von, von um breytingu, eitthvað nýtt, minni spillingu. Því miður ekkert slíkt hefur komið daginn. Mjög margir sjá eftir vali sínu, en þeim er vorkunn því loforðin voru fögur. Ég tek undir með Jóhannesi að vandamál Samfylkingarinnar virðast djúpstæð og hún föst í spillingarvef. Miðað við óbreytta flokkaskipan munu VG örugglega koma vel út.
Selur; hvers konar viðbjóður ertu að blanda persónulegum málum inn í pólitík. Skortið þig rök, eini kostur þinn er að sýna af þér skítlegt eðli eins og þínum er einum lagið.
Gunnar Skúli Ármannsson, 28.12.2008 kl. 20:27
——————————————————
Þessi nafnlausi selur er fífl og smámenni. Þekki hvorki Evu né soninn, en þau geta hvorugt verið eins lítil og selurinn.
Gallinn við að VG vinni næst er að Samfó verður örugglega dregin með inn í stjórn.
Villi Asgeirsson, 29.12.2008 kl. 13:52