Lágvöruverslun

… hlýtur að vera búð sem selur lágar vörur. T.d. niðursuðuvörur og slátur og klósettpappír. Ekki hinsvegar háar vörur eins og bókahillur og fánastengur.

One thought on “Lágvöruverslun

  1. —————————–

    Hehe 🙂

    Posted by: Þorkell | 14.12.2006 | 21:50:58

    nei. lágvöruverslun er búð þar sem lágvaxnir frústreraðir karlmenn vinna og lágvaxnar konur af erlendur bergi brotnar.

    og stöku óharðnaðir unglingar á kassa.

    (fékk skilgreiningu á þessu fyrirbæri í gær og skrifaði obbupistil um það)

    Posted by: baun | 15.12.2006 | 9:26:00

    Ég sá það en ég reyndi einu sinni að kaupa afgreiðslumann í einni af verslunum Bónuss og fékk það svar að starfsfólkið væri ekki til sölu. Semsé ekki skilgreint sem vara.

    Posted by: Eva | 15.12.2006 | 9:41:32

    aldrei hefur mig langað í bónuspilt…sá hins vegar einn prýðilegan í Hagkaup um daginn (í ostadeildinni), en það var auðvitað áður en mér var bent á að Hagkaup væri lágvöruverslun..

    snobbuð og stolt af því:)

    Posted by: baun | 15.12.2006 | 11:01:01

Lokað er á athugasemdir.