Lægri flugfargjöld

Það er fagnaðarefni fyrir hinn almenna neytanda þegar flugfélög lækka fargjöld sín. Það er hins vegar hreint ekki eins skemmtilegt þegar lækkunin er tilkynnt með auglýsingum um “ódýrari fargjöld”.

Gjöld geta verið há eða lág og mörgum finnst þeir greiða of háa skatta. Gjöld geta hins vegar ekki verið ódýr, ekki frekar en skattarnir geta verið dýrir. Sömuleiðis getur vara annað hvort verið dýr eða á háu verði, verðið er hins vegar ekki dýrt. Fögnum lágum fargjöldum og ódýrum ferðum en ruglum þessu tvennu ekki saman.