Kenning mín um Júró

Mér hálfleiðast þessar samsæriskenningar um þá hallærislegu keppni sem kennd er við Júra. Austurblokkin stendur saman, Norðurlöndin standa saman og þetta er allt pólitík og sjóv og allt það.

Hugsanlega er eitthvað til í þessu en er ekki mögulegt að fólk sé almennt bara hrifnara af því sem það þekkir og þessvegna sé sennilegara að Eistar fíli lagið frá Lettlandi en Danmörku?

Ekki svo að skilja að ég viti hvernig stigin féllu, ég horfði ekki á keppnina og tók bara svona dæmi úr lausu lofti.