Kannski það vandamál að Landsvirkjun verði settur stóllinn fyrir dyrnar með að vaða yfir allt og alla án tillits til fólks og náttúru?
Landsvirkjun hefur iðulega vandamál í för með sér. Friðrik Zophusson er eitt þeirra.
![]() |
Kemur á óvart |
Kannski það vandamál að Landsvirkjun verði settur stóllinn fyrir dyrnar með að vaða yfir allt og alla án tillits til fólks og náttúru?
Landsvirkjun hefur iðulega vandamál í för með sér. Friðrik Zophusson er eitt þeirra.
![]() |
Kemur á óvart |
———————————————
Hefurðu nokkuð verki með þessu Eva?? Þér virðist líða mjög illa, en vonandi batnar þér.
Stefán Stefánsson, 31.7.2008 kl. 22:38
——————————————–
Án tillits til fólks og náttúru. Eva, á svæðinu er yfirgnæfandi stuðningur við framkvæmdir sama og í Helguvík. Þórunn er ekki að byggja ákvörðunina á faglegu mati heldur á persónulegri skoðun og fer gegn vilja samflokksmanna. Ætla rétt að vona að menn komi þessu í gegn enda þarfaþing að fá Álver á Bakka rétt eins og í Helguvík. Það held ég að íbúar í Hafnarfirði gráti það nú að hafa ekki kosið með stækkun í Straumsvík. Álframleiðsla skilar tekjum og nú þegar góðærið er á enda þá fer að skorta atvinnu. Tafir á þessum framkvæmdum eru því ekki gott mál, það skilur Þórunn ekki enda slakur ráðherra sem á að koma út úr skápnum pólitískt og skella sér í VG.
Svo var gaman að sjá skoðunarkönnun á visi.is um daginn þar sem 84% voru á móti samtökunum þínum saving iceland ( restin, kjósendur VG ) voru með þessu…
Nú er að harðna á dalnum og ekki lengur cool að vera í öfga náttúruvernd, svo fólk fer að hugsa rökrétt aftur og sjá það að Álver hér á landi skaða ekki neinn og eru til góðs. Mengun minni en annars staðar enda búum við yfir umhverfisvænni orku. Hvað um það þótt það þurfi að virkja nokkrar sprænur, okkur ber skylda að nýta auðlindir.
Örvar Þór Kristjánsson, 31.7.2008 kl. 23:34
——————————————–
Stefán varstu nokkuð að reka við það fylgdi þessu einhver vond fíla. Vinsamlegast prumpaðu næst úti vinur
Lilja Kjerúlf, 1.8.2008 kl. 01:34
——————————————–
Gaman að þú skulir vísa í þessa skoðunarkönnun Örvar en samkvæmt henni þá hafa aðgerðir Saving Iceland (ekki málefnin, sem stór meirihluti styuður, heldur þessar umdeildu beinu aðgerðir) meira fylgi en Íslandshreyfingin, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndir samanlagt. Við slögum hátt í VG sem hafa 17% fylgi.
Þetta er ekki einkamál íbúanna á svæðinu. Gengdarlaus náttúruspjöll koma allri heimsbyggðinni við og það er algert lágmark að almennilegt umhverfismat liggi fyrir áður en Illvirkjun veður fram af hefðbundinni valdníðslu sinni.
Eva Hauksdóttir, 1.8.2008 kl. 01:46
——————————————–
Já Stefán, stundum hreinlega verkjar mig í hjartað þegar ég sé í hvað stefnir. Það lagast þegar stóriðjubrjálæðinu verður aflétt.
Eva Hauksdóttir, 1.8.2008 kl. 01:49
——————————————–
Örvar:
skoðanakannanir af þessu tagi á netinu eru ekki marktækar og hvaða fræðimaður sem er myndi kvitta undir það. það að vísa í slíkar kannanir er frekar lélegur pappír.
Þú getur kannski sagt mér hvað það voru margir sem tóku þátt í könnuninni það skiptir líka máli ekki prósentutalan , en þar sem framkvæmdin er léleg þá hefur það ekkert að segja
Sorry
Framkvæmdirnar fyrir austan áttu að koma í veg fyrir að það kæmi kreppa en hún kom nú samt, við getum lítið ráðið við það sem virðist vera að gerast um heim allan, sama hvað við berjum við að reisa álver og virkja.
Lilja Kjerúlf, 1.8.2008 kl. 01:49
——————————————–
Það er ömurlegt að fylgjast með stóriðjusinnum eftir ákvöðrun Þórunnar. Sorglegt, segir sveitarstjórinn í N-Þing. Vandamál, segir forstjóri Landsvirkjunar. Fleygur í stjórnarsamstarfið, segir Kristján Júl.Loksins kom að því að einn ráðherra gerði eitthvað vitrænt. Þórunni er ekki alls varnað. Hún fær prik frá mér fyrir þetta.
Sigurður Sveinsson, 1.8.2008 kl. 06:39
——————————————–
Slá hátt í VG, ertu sátt með það? Nei annars er það reyndar rétt hjá Lilju að svona kannanir eru vart marktækar. Meirihluti landsmanna er fylgjandi stóriðju að ég myndi halda. Fólkið á landsbyggðinni amk. Í mínu héraði eru menn sáttir með að fá Álverið í Helguvík og halda áfram þeirri frábæru uppbyggingu sem á sér stað á svæðinu.
„Gengdarlaus náttúruspjöll koma allri heimsbyggðinni við“ …. af hverju berjist þið þá ekki gegn stóriðju þar sem hún mengar eitthvað að ráði? Hér á landi er það staðreynd að hún mengar ekki ykja mikið. Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Íslensk náttúra er ekki í neinni hættu. Það á hiklaust að nýta auðlindirnar og við eigum af þeim nóg.
Vonum bara að fjárfestar hiki ekki við þegar þeir sjá álíka vinnubrögð og Þórunn hefur gert nú. Það er búið að vinna að þessum framkvæmdum faglega og Þórunn er að fara gegn öllum rökum.
Eva er eflaust ekki að fara að svara þessu strax enda eflaust búin að hlekkja sig uppí Straumsvík með félögum sínum í Saving Iceland.
Góða helgi
Örvar Þór Kristjánsson, 1.8.2008 kl. 13:07
——————————————–
Eva svarar öllu um leið og henni gefst tími til en hún hefur því miður ýmislegt annað að gera en að hlekkja sig við vinnuvélar. (Það hef ég reyndar aldrei gert, enda er það minnsti hlutinn af starfi SI).
Vandaðar kannair sýna að stór meirihluti vill fráhvarf frá stóriðjustefnunni. Þótt úrtak Bylgjunnar sé lítið, er ég ekkert viss um að aðgerðir SI hafi meiri stuðning þótt það sé hinsvegar fráleit hugmynd sem svo margir stóriðjusinnar halda á lofti að við höfum skaðað málstaðinn. Flestir eru sammála hugmyndum okkar en meirihlutinn telur aðferðirnar vafasamar. Það kemur ekki á óvart enda er ekki sterk hefð fyrir beinum aðgerðum hér á landi. Ég tel þær þó nauðsynlega viðbót og ég hef ekki áhyggjur af því þótt hörðustu aðgerðir okkar njóti ekki vinsælda. Þegar allt kemur til alls hafa þær samt sem áður meiri stuðning en þrír stjórnmálaflokkar samanlagt.
Ég er búin að svara því svo oft hversvegna við berjumst gegn stóriðju hér á landi að það er varla að ég nenni því einu sinni enn.
-Í fyrsta lagi er það þvæla að íslensk náttúra sé ekki í neinni hættu. Ef þú vilt get ég bent á heimildir sem sýna fram á það.
-Í öðru lagi þá er það alls ekki staðreynd að stóriðja mengi ekki mikið hér á landi. Stóriðja mengar alltaf mjög mikið -ÞAÐ er staðreynd og þótt hluti mengunarinnar berist burt með vindum þá er það engin lausn. Við erum ekki bara að berjast fyrir Ísland heldur einnig fyrir náttúru annarra landa og framtíð lofthjúpsins.
-Í þriðja lagi þá er SI líka að berjast gegn stóriðju annarsstaðar. Hreyfingin Saving Trinidad & Tobago er t.d. stofnuð út frá SI.
-Í fjórða lagi þá er barátta SI ekki aðeins umhverfisbarátta, heldur erum við einnig að vekja athygli á tengslum áliðnaðarins við hernað og mannréttindabrot. Við krefjumst þess að Íslendingar hætti að greiða götu fyrirtækja sem hafa þúsundir mannslífa á samviskunni og hafa mannréttindi að engu.
Eva Hauksdóttir, 1.8.2008 kl. 16:22
——————————————–
Þetta er alveg hárrétt sem Eva segir.
En þar fyrir utan þá er herkosnaðurinn af stóriðjustefnunni sá að uppbygging álvers og virkjunar í þágu álvers hafa í för með sér ruðningsáhrif í hagkerfinu sem þýðir hvað?Jú ruðningsáhrif verða til þess að seðlabankinn þarf að hækka stýrivexti sem þýðir hvað?Jú stýrivextirnir verða til þess að útflutnings og samkeppnis atvinnugreinarnar, nýköpunar og sprotafyrirtæki hrökklast úr landi og þar tapast störf á móti störfum í álveri.
Bestu kveðjur
Jón Þórarinsson
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 03:08
——————————————–
Kæra Eva.
Veist þú hver Guðmundur Ólafsson hagfræðingur er?
Hann er fastagestur í þætti hjá Sigurði G Tómassyni alltaf á föstudögum milli kl: 9 og 11 og er sá þáttur endurtekin milli kl: 22 og 00 á föstudögum, milli kl: 10 og 12 á sunnudögum og milli kl: 22 og 00 á sunnudögum á Útvarpi Sögu.
Nú tek ég það fram að þeir fjalla um margt milli himins og jarðar, málefni líðandi stundar og mér finnst oft mjög gaman að hlusta á þá félaga.
En í kvöld var hann að furða sig á því afhverju álver virðast vera hræðileg í augum margra.
Værir þú til að fræða hann um skaðsemi álvera?
Bestu kveðjur
Jón Þórarinsson
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 04:07
——————————————–
Ég veit hver Guðmundur er og hef alltaf haft gaman af að hlusta á hann. Það er heilmikið til í því sem hann segir en þar sem hann hefur umhverfissjónarmið að engu og virðist ekki meðvitaður um mannréttindabrot álrisanna í öðrum löndum, get ég ekki tekið skoðanir hans upp á arma mína.
Ég held þó að hann hafi mjög mikið vit á fjármálum og eitt af því sem hann hefur sagt um áliðnaðinn, sem hljómar mjög skymsamlega, er að álverið í Straumsvík sé svo óhagkvæmt að það sé ekkert vit í því að reka það lengur.
Eva Hauksdóttir, 2.8.2008 kl. 10:34