Hugmynd handa Sigmundi grasrót

Ég verð að játa að mér hlýnar dálítið um hjartað þegar ég hugsa til þess að það verður hann Steingrímur hún Jóhanna sem fær að reka Davíð. Ég vona samt að Davíð fái vinnu, við hvað sem er nema það að ráða einhverju, því enginn á skilið að vera atvinnulaus.

Kannski getur Sigmundur Grasrót ráðið Davíð til einhverra góðra verka. T.d. að flokka bækur í grasrótarbókasafni Framsóknarmanna. Allavega er Sigmundur Grasrót í þeirri sérstöku aðstöðu að hafa sprottið upp úr grasrótinni með silfurskeið í trantinum svo hann getur kannski boðið Davíð betri kjör en sjálfboðaliðar grasrótarhreyfinga eiga almennt kost á. Nema grasrót Framsóknar samanstandi af kvótaeigendum og verðbréfabröskurum? Nei, það getur nú ekki verið.

Það yrði allavega mikill léttir ef Sigmundur Grasrót héldi sig við að leiðbeina Davíð um flokkunarkerfi bókasafnsins, og sleppti því algerlega að  leiðbeina nýrri ríkisstjórn um efnahagsmál.

mbl.is Einn Seðlabankastjóri