„Eva þarf að fara í pólitíska afvötnun“ skrifaði ég í statuslínuna mína á facebook. Hafði verið að lesa moggablogg og var hreinlega að sökkva niður í kjallara.
Það er til marks um að áhugi sé að þróast í sjúklega þráhyggju, þegar maður ákveður að hugsa ekki meira um pólitík þann daginn en er svo einhvernveginn, án þess að vita hvernig það gerðist, búinn að opna fréttasíðu. Og rekur fyrst augun í þetta.
Að búa á Íslandi í dag er eins og að búa með virkum alkóhólista. Maður veit svona röklega séð að það er ástandið sem maður býr við sem er sjúkt, en efast þó stöðugt um eigin geðheilsu. Og hefur góða ástæðu til.
—————————–
æ, þetta er viðbjóður. mig langar alltaf meira og meira að flytja af þessu skeri.
Posted by: baun | 21.03.2009 | 12:53:02