Framsóknarstjórn

Þau ætla semsagt að sætta sig við öll skilyrði Framsóknar. Framsókn getur líka hvenær sem er neitað að styðja ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar og haldið henni þannig í herljargreipum. Sem þýðir að í raun verður það Framsóknarflokkurinn sem fer með völdin.

mbl.is Stjórnin mynduð á morgun

One thought on “Framsóknarstjórn

  1. ————————————————–

    Núna er búið að eyða næstum viku í myndun bráðabirgðaríkisstjórnar sem á að vera við völd í 12 vikur. Eðlilegt?

    Svo haga Framsóknarmenn eins og þeir séu í ríkisstjórn.

    Ég er ekkert að sjá það að þau lagi ástandið eitthvað nema þá kannski að byggja upp traust á fjármálamörkuðum með því að skipta um fólk í Seðlabankanum og FME.

    Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:24

    —   —   —

    Það var nú ekki meiningin með búsáhaldabyltingunni að koma hinum siðblinda framsóknarflokki til valda á ný. Mig uggir að komist þessi stjórn á koppinn undir ægivaldi framsóknarklíkunnar, þá líði ekki á löngu þar til það þurfi að mæta aftur á Austurvöll með pottana og pönnurnar.

    Storkurinn (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:09

    —   —   —

    „…verða að læra hvernig stefnumótun og áætlanagerð er unnin“.   Með svona klassa-kennara getur fátt klikkað.   Er það nokkuð ?Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 17:51

    —   —   —

    Líklega eiga vinstri menn að læra trausta efnahagsstjórn af Framsóknarflokknum.Eva Hauksdóttir, 31.1.2009 kl. 17:53

    —   —   —

    Já,það kom að því að ég er þér sammála. Skrítið finnst mér ef mótmælendur eru að fagna því að Framsóknarflokkurinn ráði öllu.Sigurður Jónsson, 31.1.2009 kl. 18:12

    —   —   —

    „sjálfur Guðjón bak við tjöldin“ ekki satt.  Við hverju bjóstu Eva?Svanur Gísli Þorkelsson, 31.1.2009 kl. 19:14

    —   —   —

    Framsóknarflokkurinn: Tákngervingur gamallra úrelltra gilda, fyrirgreiðslupólitíkur og stöðnunar.

    Framsóknarflokkurinn= Samnefnari fyrir það sem flest hugsandi fólk er búið að fá ógeð á.

    hilmar jónsson, 31.1.2009 kl. 19:30

Lokað er á athugasemdir.