Mér finnst satt að segja ótrúlegt hve margar konur senda póst á spjallþræðina á femin.is, kvarta undan verkjum í móðurlífi, einkennilegri útferð og öðrum merkjum um að ástæða sé að leita til læknis, og biðja aðra notendur vefsins um skýringar og ráð.
Hvernig í ósköpunum kemst fólk að þeirri niðurstöðu að hugmyndir og reynslusögur misviturra kvenna sem þekkja viðkomandi ekki neitt, séu haldbetri en álit kvensjúkdómalæknis? Sum þessara skeyta eru jafnvel með fyrirsögnum á borð við „hjálp!“ „örvænting“ og „neyðaróp“. Mér finnst ég nánast heyra hringlið í hausum þessara kjána í gegnum módemið.