Fátt er svo með öllu illt

Afkoman skárri en þeir spáðu en hagnaðurinn hefur nú samt dregist verulega saman. Það verða að teljast góðar fréttir í sjálfu sér.Ég gleðst yfir hverri krónu sem þetta viðbjóðslega glæpafyrirtæki verður af,  sem og önnur í sama flokki, því fjárhagslegur skaði er það eina sem eigendur þeirra hafa áhyggjur af. Sæmd og siðgæði skiptir þá engu máli, hvorki mannslíf né mannréttindi, hvað þá umhverfissjónarmið.

http://www.savingiceland.org/node/1095

http://www.savingiceland.org/node/1165

http://www.savingiceland.org/doubledeath

 

mbl.is Hagnaður Alcoa dregst saman um 24%

One thought on “Fátt er svo með öllu illt

  1. —————————————————-

    Áttu nokkuð við andlega erfiðleika að stríða? E svo er, þá áttu innilega samúð mína.

    Gunnar Th. Gunnarsson, 9.7.2008 kl. 01:58

    —————————————————-

    Takk fyrir umhyggjuna en nei, ég á ekki við andlega erfiðleika að stríða. Enda þótt það sem kemur fram í greinunum sem ég vísa til ætti að duga til að gera hvern mann brjálaðan, verður maður að halda sinni hugarró. Það er lítið hægt að gera annað en að vekja athygli á hryllingnum á bak við stóriðjuna.

    Eva Hauksdóttir, 9.7.2008 kl. 07:02

Lokað er á athugasemdir.