Erfðabreytt korn er glæpur

Einu sinni var gaur sem hét Gvuð Almáttugur. Hann mun hafa skapað himinn og jörð og jurtirnar og dýrin.

Nú er hann dauður en í staðinn er kominn einhver annar sem segist hafa skapað, ja kannski ekki himinn og jörð en allavega ýmsar jurtir. Hann heitir að vísu ekki Gvuð heldur Monsanto en hann er fyrirtækjarisi sem hegðar sér eins og hann sé Gvuð, þ.e.a.s. hann hefur keypt sér einkarétt á erfðabreyttum korntegundum.

Fyrir smábændur þýðir þessi einkavæðing á lífverum t.d. að bóndinn verður að kaupa nýtt útsæði á hverju ári þar sem sumar erfðabreyttar plöntur bera ekki fræ. Fyrir aðra þýðir þetta að ef erfðabreytt korn berst inn á lönd þeirra, geta þeir reiknað með að verða lögsóttir fyrir þjófnað ef þeir selja afurðina.

Ég veit ekki hvor erfðabreytt korn er óhollt og ég viðurkenni að mér finnst ágætt að til séu steinalaus vínber. Það sem mér finnst algjört ógeð við erfðabreytt matvæli er viðbjóðseðli kapítalimans sem ætíð setur auð og völd ofar rétti manneskjunnar til að lifa við sæmilegt frelsi og öryggi.