Ég játa að ég tek öllu sem DV segir með fyrirvara, þar á bæ er vönduð fréttamennska ekki höfð að leiðarljósi. Og ef það er ósatt sem kemur fram í helgarblaði DV um Vesturbæjarmálið, þá vona ég sannarlega að viðkomandi blaðamaður verði dreginn fyrir dóm. Það er í hæsta máta ábyrgðarlaust að gaspra um svona mál.
Ólöf I. Davíðsdóttir @ 06/06 10.49
Á meðan DV selst heldur það áfram að skrifa svona. Það er ekki að sjá að lesendur vilji hafa þetta öðruvísi. Það er ekki í anda Íslendinga að mótmæla með athöfnum. Við nöldrum og teljum okkur þá hafa lagt okkar af mörkum. Orð eru til alls fyrst, en takið eftir bara „fyrst“. Hvað svo?