Dropasteinarnir

Frétt á Rúv um að skemmdarverk á dropasteinum (tengill skemmdur)

Ég hef enga trú á því að margir taki dropasteina af skemmdarfýsn. Forvitni, eða þörfin fyrir að skoða með því að snerta er nær lagi.

Stóra ástæðan fyrir náttúruspjöllum af þessu tagi er samt sú hugmynd að manngildi velti á þeim hlutum sem maður hefur yfirráð yfir. Fólk slær eign sinni á hluti sem heilla það, af því að við lítum upp til þeirra sem eiga fallega og áhugaverða hluti, að maður tali nú ekki um verðmæta hluti. Vandamálið hér sem víða annarsstaðar er eignarréttarhugmyndin.