Búsáhaldabyltingin misheppnaðist

Á morgun tekur til starfa ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs, framsóknarauðmanns. Hann fær að vísu ekki ráðherrastól en Framsóknarflokkurinn ætlar að taka að sér að leiðbeina málamyndaríkisstjórninni og væntanlega að verja hana vantrausti svo lengi sem hún fer eftir þeim leiðbeiningum. Og svekktir Sjálfstæðismenn flykkjast yfir í Framsóknarflokkinn sem væntanlega mun gæta einkahagsmuna flokksmanna sinna að vanda.

Minn hlátur er sorg.

Búsáhaldabyltingin misheppnaðist. Hávaðinn af pottum og sleifum gefur greinilega ekki nægilega sterk skilaboð. Næsta skref hlýtur því að vera verkfærabylting.

Ég ætla að ná úr mér berkjubólgunni. Svo ætla ég að verða mér úti um vírklippur, vélsög og góða öxi.

One thought on “Búsáhaldabyltingin misheppnaðist

  1. —————————————–

    Sæl.
    Ekki missa þig í svartsýnina, það er að birta til. Við tökum eitt skref í einu og þau eiga eftir að verða mörg.
    Barnið er að læra að ganga, seinna fer það að leggja land undir fót!

    Posted by: Matthías | 31.01.2009 | 23:43:24

    —   —   —

    Hvaða birtu sérð þú í alræði Framsóknarflokksins?

    Posted by: Eva | 31.01.2009 | 23:50:19

    —   —   —

    Hérna Eva er lítiðræði fyrir þig þér til huggunar meðan að þú lætur þér batna 🙂

    Kveðja
    Aðalrítarinn
    http://books.google.com/books?hl=en&id=E78X9q4kMiQC&dq=permanent+revolution&printsec=frontcover&source=web&ots=R0nDWEL5Gv&sig=beKUsuLwBYuF7tZPbaVBlJ7ztUU&sa=X&oi=book_result&resnum=4&ct=result

    Posted by: Uncle Joe | 1.02.2009 | 0:08:05

    —   —   —

    Hún misheppnaðist að nafninu til en aldrei hefur íslenskur almenningur fundið fyrir valdi sín jafnvel og í þessari byltingu. Þetta er bara fyrsta byltingin af mörgum. Sannaðu til!

    Posted by: Nonni | 1.02.2009 | 0:10:50

    —   —   —

    Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur 83 daga til að grafa enn frekar undan lýðræði og velferð í landinu. Eina raunhæfa svarið er skýlaus krafa um gagngerar breytingar á stjórnkerfinu, breytingar sem tryggja að aldrei framar geti fáir menn sankað að sér miklum völdum, haldið mikilvægum upplýsingum leyndum og ráðið sína nánustu í valdastöður. Reyndar þarf að leggja niður allt sem heitir valdastöður.

    Ef við þurfum verkfæri til að ná því fram, þá notum við verkfæri. Ef við þurfum vinnuvélabyltingu, þá það. Það eina sem kemur ekki til greina er að við sættum okkur við alræði gerspillts smáflokks í gegnum strengjabrúður sem langar að fá að vera aðalgaurinn í leikritinu í nokkrar vikur.

    Posted by: Eva | 1.02.2009 | 0:25:18

    —   —   —

    Batnaðarkveðja með straumum frá París. Ég held eins og Matthías að stórt og merkilegt skref hafi verið stigið, eitt af mörgum. Þessu máli er síður en svo lokið, það er rétt að byrja.

    Posted by: Kristín | 1.02.2009 | 1:31:49

    —   —   —

    Byltingar koma í kippum. Þetta var bara sú fyrsta.

    Posted by: Maldoror | 1.02.2009 | 2:55:30

    —   —   —

    Þetta er bara fínt. Það tókst að flæma brennuvarganna burt. Það er stór áfangi. Enginnn bylting heppnast fullkomnlega. Flestar byltingar þróast reyndar þannig að ástandi verður sýnu verra en það sem var farið af stað á móti með. Þetta er bara fínt. Athugaðu að ÖLL skilyrði Búsáhaldabyltingarinnar hafa ræst. Ný ríkisstjórn, Burt með FME og burt með Davíð.

    Allt þetta náðist og kjánalegt að gera meiri kröfur. Nú verður bara að sjá til hvað gerist.

    Stóru tíðindin í mínum huga er að það er kominn nýr faktor inn í stjórmálaumræðun á Íslandi. -Fólkið!

    Fólkið getur mótmælt! það er alger nýung á Íslandi.

    Posted by: Teitur Atlason | 1.02.2009 | 7:26:17

    —   —   —

    Það sem hefur áunnist er að þeir sem bera meginábyrgð á núverandi ástandi með aðgerðaleysi sínu hafa farið frá og réttlætinu hefur verið fullnægt að því leiti til. Ég efast um að nýja ríkisstjórnin geri nokkuð annað en sú fyrrvernadi hafi þurft að gera en munurinn er samt sá að hún hefur stuðning fólksins í landinu til aðgerða meðan sú fyrri hefði það ekki. Sú ríkistjórn sem tekur við eftir kosningar mun svo hafa óskorað umboð til að klára verkefnið og vonandi bera þeir gæfu til að framkvæma þá siðbót sem einnig er nauðsynleg bæði í stjórnsýslunni og almennum viðhorfum ráðamanna.

    Posted by: Guðjón Viðar | 1.02.2009 | 14:03:07

    —   —   —

    Sæl
    Mig langaði að spyrja þig hví þið hafið ekki mótmælt meira við heimili eða útibú þeirra auðmanna sem komu okkur í þetta?

    Varðandi Sigmund þá segja margir að persónulegur áhugi hans á IceSave tengist auði hans. Hver veit.

    Posted by: Halla Rut | 2.02.2009 | 14:28:54

    —   —   —

    ‘Við’ höfum verið í nánast fullri vinnu við póltíska andspyrnu í margar vikur. Það er enginn skortur á áhuga á því að taka útrásarvíkingana fyrir, svo ef þú, Halla Rut, hefur döngun í þér til að skipuleggja mótmæli sjálf, þá endilega láttu mig vita og ég mun mæta ef ég mögulega hef lausa stund.

    Að gefnu tilefni, vil ég svo ráðleggja þeim sem álíta að ég reki málaliðaþjónustu fyrir fólk sem nennir ekki að standa í því að mótmæla sjálft, að hoppa upp í rassgatið á sér.

    Posted by: Eva | 2.02.2009 | 18:46:06

    —   —   —

    Algjörlega fannst mér þetta nú dónaleg viðbrögð,Eva, við minni spurningu. Ég var hvorki að hvetja þig eða setja út á þínar aðgerðir. Ég var hér eingöngu að spyrja hvort það væri einhver málefnaleg ástæða fyrir því að þú og fleiri mótmæltuð þeim ekki. Ég sé hins vegar með því að lesa skrif mín aftur að þetta gæti misskilist sem hroki.
    Þú, og fólk sem þú, komuð í veg fyrir að spillingin næði algjörlega að setja landið á hausinn þótt sigurinn sé lang frá því að vera unnin. Ég hef lagt mitt af mörkum og skrifað mikið um réttmæti mótmæla og tekið þátt.
    Við höfum þó náð árangri þannig að hugarfar fólks er mikið breytt og er það stór áfangi sé það haft í huga að slíkt er mjög oft algjörlega ófært.
    Með vinsemd og virðingu
    Halla Rut

    Posted by: Halla Rut | 2.02.2009 | 20:43:32

    —   —   —

    Afsakaðu þessi harkalegu viðbrögð Halla Rut. Málið er að ég fæ 5-6 símtöl á dag, og yfirleitt 2-3 tölvupósta, frá fólki sem vill að ég sjái til þess að einhverjum ákveðnum mótmælaaðgerðum sé haldið uppi. Oftast er þetta fólk sem hefur lítið sem ekkert tekið þátt sjálft en er með ægilega góðar hugmyndir, sem aðrir eiga að sjá um að framkvæma. En það er alveg rétt, það er ekki kurteisi að láta pirring minn út af þessu bitna á þér.

    Ég stóð reyndar fyrir aðgerð gegn Baugsveldinu á Þorláksmessu, sem vakti hvílíka hneykslun að það var engu líkara en að ég hefði hvatt til morðs. Ég hef fullan hug á að halda áfram með það mál og styð allar aðgerðir gegn útrásarliðinu.

    Posted by: Eva | 2.02.2009 | 23:23:20

    —   —   —

    Bylting í óskilum??

    Posted by: lalli | 11.02.2009 | 7:10:41

    —   —   —

    Oh, I know how it must feel, all that time and energy wasted. But the fact is you are a strong woman with a lot of heart, so I am sure you can find a new cause to take up. I’d suggest something where there are not so many others involved, so that you can more quickly see the fruits of your labors.

    Posted by: Lissy | 24.02.2009 | 10:12:33

    —   —   —

    JHK, my problem is not a lack of causes to take up!

    Posted by: Eva | 24.02.2009 | 11:55:51

Lokað er á athugasemdir.