Blessað frelsið

Einn af málsvörum frelsisins gagnrýnir umfjöllun Stöðvar 2 um reynslu Hauks í Palestínu. Ég hef séð betur unnar fréttir frá henni Lóu en alveg finnst mér ótrúlegt að láta að því liggja að það sé allt eins líklegt að frásögn Hauks sé uppspuni.

Auðvitað er sjálfsagt að fréttamenn leiti staðfestinga þegar verið er að fjalla um einstaklinga og/eða vinkvæm málefni en ef fréttamenn greindu aldrei frá neinu og tækju aldrei viðtöl nema sýna um leið óyggjandi sannanir, væri upplýsingaflæði til almennings frekar fátæklegt.

One thought on “Blessað frelsið

  1. —————————————————-

    Eva,
    Ég fór inn á þennan link og þó mér finnist skoðanir þessa manns hans mál þá fannst mér kommentarnir verulega ósmekklegir og reyndar einn beinlínis hótandi um líkamsmeiðingar. Ef þetta eru „liðin“ þá vildi ég frekar spila með þínu liði.

    Posted by: Guðjón Viðar | 22.06.2007 | 17:40:59

    —————————————————-

    Sæl Eva.

    Ég tek undir með Guðjóni Viðari. Þetta eru all hrikaleg lið sem skrifa á bloggsíðu þessa manns.
    Og það er alveg klárt að þarna er að finna ofbeldishótanir í garð sonar þíns: “Ég mundi hins vegar ráðleggja honum að halda sig utan átakasvæða, hvort sem það er á Arabasvæðunum á Gaza eða V.-Bakkanum eða þá Kárahnjúkar. Fólk getur meitt sig á slíkum svæðum. Vona að hann sé slysatryggður”

    Sá sem skrifaði þetta skildi eftir sig slóðina http://hrydjuverk.blog.is/blog/hrydjuverk/
    sem hefur að geyma fasístískan áróður um Islam.

    Þú ættir að athuga hvort ekki sé hægt að kæra þennan viðbjóð.

    Posted by: Torfi Stefánsson | 24.06.2007 | 13:07:32

    —————————————————

    Það væri nú létt að fara í mál við þennan Skúla Skúlason. Síða hans brýtur lög landsins því hann elur á fordómum í garð fólks vegna trúar þeirra.

    Mér varð satt best að segja flökurt er ég fór inn á síðuna. Hvílíkur viðbjóður. Og þetta hýsir Mbl! Hafa þeir engar reglur um hvað megi skrifa á bloggveitu þeirra?

    Posted by: Þorkell | 24.06.2007 | 23:04:40

Lokað er á athugasemdir.