Framsóknarflokkurinn ætlar að taka að sér að ‘leiðbeina’ nýrri ríkisstjórn. Og Samfylkingin og Vinstri græn samþykkja bara að taka leiðbeiningum frá öðrum af þeim tveimur flokkum sem sáu um að gera þjóðina gjaldþrota. Ruglið er botnlaust.
![]() |
Framsókn ver nýja stjórn |
————————————————–
Ha, ha, ha… þetta er djók… er það ekki?
Vilma Kristín , 31.1.2009 kl. 20:17
————————————————–
Hvernig er það, var búið að upplýsa um þessi leynilegu skilyrði fyrir láninu frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum?
Eva Hauksdóttir, 31.1.2009 kl. 20:34
————————————————–
ja það var búið að því!
Jónas Jónasson, 31.1.2009 kl. 20:44
————————————————–
Maður vonar þetta séu dauðakippir þingræðisins.
Elvar Geir Sævarsson, 31.1.2009 kl. 20:51
————————————————–
Fyrirgefðu Eva, en kom Samfylkingin ekkert nálægt hruninu ??
Ertu ekki búin að vera að mótmæla sitjandi stjórnvöldum en helmingurinn af þeim kemur til með að sitja áfram ??
Þú hlýtur að mótmæla áfram á Austuvelli, við getum vonandi treyst því er það ekki ??
Og í framhaldi á Bessastöðum, ekki var það ég og ekki þú sem flugum í einkaþotunum til útlanda og mærðum útrásarvíkingana í ræðu og riti ???
Sigurður Sigurðsson, 31.1.2009 kl. 20:52
————————————————–
Ég vil ekki sjá Samfylkinguna í stjórn en þó vil ég enn síður að Framsóknarflokkurinn geti stjórnað í gengnum aðra. Ég vil líka losna við Ólaf, svo já, um leið og ég er risin upp úr berkjubólgunni mun ég halda baráttunni áfram.
Eva Hauksdóttir, 31.1.2009 kl. 21:24
————————————————–
hmm biddu var þetta ekki sem þið vilduð ég bara spyr eða var það eithvað annað
hilmar kolbeins (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 21:52
————————————————–
Bíddu hverjir eiga eiginlega að vera í ríkisstjórn að þínu mati, það fer nú ekki að vera um auðugangarð að gresja ?????
Guðrún Una Jónsdóttir, 31.1.2009 kl. 22:09
————————————————–
Ég hef ekki dregið neina dul á það að ég hef enga trú á þessu flokkakerfi og vil láta stokka stjórnkerfið upp. Þar sem það er ekki hægt nema með lagabreytingu, verðum við víst að sitja uppi með flokkana enn um sinn.
Ég var að vona að VG kæmust í stjórn og sæju sóma sinn í því að gera stjórnkerfisbreytingar og þótt ég vilji ekki sjá Samfylkinguna leit ég á það sem neyðarlendingu að umbera þau fram að kosningum. En að Framsókn sé svo sá flokkur sem raunverulega fer með völdin, það get ég ekki verið sátt við.
Eva Hauksdóttir, 31.1.2009 kl. 22:44
————————————————–
eg segji bara takk og nuna komst upp um ykkur. semsagt þessi mótmæli voru allan timan gerð til að koma vg i stjórn og nuna hefur u staðfest grun marga. þú vilt semsagt skila imf láninu ekki borga ice . ísland ur nato. biddu hvað um hvalveiðar ertu ekki á moti þeim lika. ein spurning ert með eða á móti helguvík sem mundi skapa atvinnu á reykjanesi .
EITT ORÐ GUÐ HJALPI OKKUR EF VG KEMST TIL VALDA EFTIR KOSNINGAR ÞÁ HELD EG FYRST AÐ VIÐ MUNNUM SJÁ SÚPUELDHÚS Í BOÐI VG.P.S EG SE AÐ ÞÚ VILT SJA ÓLAF EKKI SEM FORSETA. HVERN VILTU SJA HMM ÁSTÞÓR
hilmar (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:54
————————————————–
Það er með ólíkindum hvað klassískir smáborgarar eins og ég eru orðnir róttækir, mér er nefnilega ansi óglatt og bumbult líka. Vonandi nær nýtt lýðræði að landi sem fyrst.
Gunnar Skúli Ármannsson, 1.2.2009 kl. 00:47
————————————————–
Við viljum nýtt Ísland þar sem ekkert flokkaræði verður lengur heldur beint lýðræði. Ég held við Eva séum sammála um það.
Þorskabítur (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 08:42
————————————————–
Reynum að vera raunsæ. Flokkaveldið mun halda áfram, ef til vill og vonandi með breyttum leikreglum, Landinu verður aldrei til lengdar stjórnað með áslætti búsáhalda, haldið þið það í alvöru ?
Með kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 1.2.2009 kl. 09:27
————————————————–
Og ég sem hélt að nornir væru með maga fóðraðan með hákarlaskráp, eða er gubbupest að ganga?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.2.2009 kl. 09:49
————————————————–
Er ekki helsti stuðningsmaður barnamorða og annara hryðjuverka ísraela vaknaður.
pjakkurinn (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 10:36
————————————————–
Hilmar, ég sé nú ekki alveg hvað hefur ‘komist upp’, því VG hafa haft um 30% fylgi undanfarið og má því reikna með að um 30% hafi viljað koma þeim að. Sjálfsagt hafa menn haft miklu fleiri markmið með mótmælum sínum enda var þetta leiðtogalaus uppreisn og eina yfirlýsta markmiðið að koma vanhæfu fólki frá völdum. Sjálf vil ég gagngera uppstokkun á stjórnkerfinu, ég lít ekki á VG sem neina frambúðarlausn þótt ég hefði treyst þeim til að hlaupa í skarðið á meðan verið er að móta nýtt kerfi.
Ég vil skila IMF láninu.
Ég vil ekki borga icesave skaðann.
Ég vil að Hafró leggi línurnar varðandi allar veiðar í sjó hvort heldur er fiskur eða hvalur, til hvers að halda uppi vísindastofnun ef ráðum hennar er ekki fylgt?
Ég vil Ísland úr Nató.
Ég vil ekki álver í Helguvík og engar virkjanir í þágu stóriðju.
Ég vil láta sameina forsetaembættið og forsætisráðherra eða leggja annað þeirra niður. Sá eða sú sem gegnir því hlutverki að vera andlit þjóðarinnar út á við, á allavega ekki að vera fyrrum klappstýra þeirra sem settu okkur á hausinn.
Ef fátækt okkar er svo slæm eftir skemmdarverkastafsemi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar (með aðkomu Samfylkingar síðustu mánuði) að súpueldhús eigi fyrir okkur að liggja, þá vil ég frekar að við horfumst í augu við það strax en að við höldum áfram að aféta börnin okkar og skiljum þau eftir í ennþá verri stöðu. Það er ekki raunhæf lausn að taka lán sem við getum ekki endurgreitt.
Vilhjálmur, mér verður oft óglatt. T.d. þegar ég horfði á ísraelska hermenn berja óvopnaða Palestínumenn og skjóta gúmíkúlum að 8-12 ára börnum í september og október sl.
Eva Hauksdóttir, 1.2.2009 kl. 11:08
————————————————–
Vona að þér sé að skána af gubbupestinni. Ný stjórn orðin að veruleika. Með meirihluta þjóðarinnar á bak við sig, samkvæmt skoðanakönnunum. Þjóðin fær það sem hún vill. Sammála öllum sem þú sagðir að ofan mínus álverið. Við þurfum störf til skemmri tíma litið. Framtíðarsýnin má vera önnur. VG er ekki framtíð, kannski nútíð. Nýtt Ísland getur ekki byggst á nútímaflokkakerfi. That game is over. Að geta t.d. tekið eina skelfilega ákvörðun um að styðja stríð..og skýlt sér að baki flokkaveldis..það vill FÓLK ekki. 25. apríl er tækifæri að sýna það.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 12:51
————————————————–
Já, ertu svona eineygð, Eva? En hvað gerðist í maganum á þér þegar palestínskar frelsishetjur sprengdu ísraelsk börn í spað?
Ég veit að þú vilt öllum vel, en það er ekki mikið samræmi og jafnræði í góðmennsku þinni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.2.2009 kl. 14:22
————————————————–
Eva, þú barðist fyrir breytingum og þetta er árangur þinnar vinnu.
Heimir L Fjeldsted, 1.2.2009 kl. 15:28
————————————————–
Ég barðist aldrei fyrir því að fá strengjabrúðustjórn undir alveldi Framsóknarflokksins. Mér datt reyndar ekki í hug að Vinstri græn væru nógu græn til að samþykkja það.
Vilhjálmur Örn, ég hef almennt andúð á stríðsbrölti. Það þarf þó mann sem er blindur á báðum til að sjá ekki ranglætið við hernámið í Palestínu og jafnvel talningamaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gæti ekki fengið út hlutföll sem gerir Palestínumenn að öðru en fórnarlömbum.
Menn hafa rétt til að verja lönd sín og líf þegar á þá er ráðist en þar sem Bandaríkjamenn virðast endalaust ætla að styðja yfirgang Ísraelsmanna í Palestínu eiga fórnarlömbin engan möguleika á að reka hina Gvuðs útvöldu af höndum sér. Það verður ekkert lát á þessum manndrápum fyrr en Bandaríkin eru sjálf komin í þrot og hætta stuðningi við Ísrael. En þá, og þá fyrst, getum við reiknað með að Ísraelsmönnum verði einfaldlega útrýmt, svo mikið er hatrið orðið. Þeir gætu komist hjá því að undirgangast þjóðarmorð með því að aflétta hernáminu, skila hernumdu svæðunum og almennt standa við sinn hluta gerðra samninga núna. Það verður kannski bara orðið of seint eftir 5 ár.
Eva Hauksdóttir, 1.2.2009 kl. 15:54
————————————————–
Já og bara svo það sé á hreinu, ég er ekki með gubbupest. Mér er bara óglatt af viðbjóði á þeim pólitíska skíthælshætti sem gegnsýrir allar ákvarðanir og samninga. Vitneskjan um að Framsókn sé komin til valda hlýtur að valda mikilli velgju víða um land.
Eva Hauksdóttir, 1.2.2009 kl. 15:57