One thought on “Áfangasigur

  1. ———————————————–

    Eva var á mótmælunum í gær frá 18 til 23 ,kom dekki á brennu öskraði vanhæf ríkisstjórn og lenti í stympingum við lögguna þegar þeir komu að slökkva enn um 11 þegar ég sá að þetta var að verða að stóru partyi hjá 14 -18 ára krökkum og drukknu fólki þá fór ég heim enda var ég edrú enda mun ég aldrei láta sjá mig fullan að mótmæla og þetta er í 8 sinn sem é mæti .Enn hvað fannst þér um þetta alt í gær nótt og kvöldið ?

    Posted by: julli | 22.01.2009 | 20:43:26

    ———————————————–

    Stemningin hefur verið frábær. Maraþongötupartý sem hafa að mestu farið vel fram og menn hafa fengið góða æfingu í því að taka frumkvæði í stað þess að jarma upp í leiðtoga sem skipuleggur aðgerðir og stjórnar þeim.

    Ég er algerlega mótfallin því að blanda saman fylliríi og mótmælum. Anarkistar eru einmitt núna að láta ganga út áskorun um að hætta snemma á föstudag og laugardag til að draga úr líkum á því að heimskulegar ákvarðanir drukkins fólks leiði til stórslysa.

    Posted by: Eva | 22.01.2009 | 23:46:57

    ———————————————–

    Vá, hvað á þessi fáránlega útlistun á atferli Evu að þýða? Haltu þig við það að mótmæla (eða heima hjá þér) og hættu að sitja um fólk og færa af því fréttir.

    Posted by: Gasgrímur | 22.01.2009 | 23:47:58

    ———————————————–

    Mér sýnist nú á öllu að Júlli hafi bara gleymt orðinu ‘ég’ úr textanum, enda var ég Eva, í bænum alveg frá 14:30 til 2:30, kom engu dekki á brennu en hinsvegar pappír og timbri, öskraði bæði ‘vanhæf ríkisstjórn’ og ‘enga ríkisstjórn’ og lenti ekki í neinum stympingum við lögreglu enda hef ég enga líkamsburði til þess.

    Posted by: Eva | 23.01.2009 | 1:21:22

    ———————————————–
    Tjásur af moggabloggi

    Grillveislunni að ljúka – Húrra Húrra Húúrrraaa!!!

    Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.1.2009 kl. 12:39

    ———————————————–

    Stemningin var mögnuð. Ég mætti þarna um það leiti sem jólatréð fór niður, jólin búin hjá glæpahyskinu í alþingi. 🙂

    Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 12:55

    ———————————————–

    Ég var þarna til klukkan hálfeitt og stemningin var rosaleg.

    Mótmæli af þessum toga eru það eina sem verndrar bankamafíunnar og útrásarvíkinganna inni á Alþingi mun skilja.  Ef Þarna var skríll, þá er þjóðin skríll og það er gott að tilheyra þjóðinni.

    Þessi mótmæli gefa okkur von um að það séu betri tímar í vændum.

    DanTh, 21.1.2009 kl. 13:15

    ———————————————–

    Ný flýgur það fjöllunum hærra að stjórnin sé fallin.

    Satt?

    Vona það.

    Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 14:30

    ———————————————–

    Við sigruðum. Við getum óskað okkur sjálfum til hamingju..

    hilmar jónsson, 21.1.2009 kl. 23:08

    ———————————————–

    Tel ég nánast víst.

    hilmar jónsson, 21.1.2009 kl. 23:16

    ———————————————–

    Samstaðan og hversu flott var mótmælt við Þjóðleikhúsið var magnað.

    hilmar jónsson, 21.1.2009 kl. 23:40

    ———————————————–

    Ég fann fyrir gleði í dag   Í fyrsta skipti í rúma 100 daga.  Lifi byltingin¨!!!

    Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2009 kl. 01:24

Lokað er á athugasemdir.