Vökuvísa

Þér hef ég sungið atkvæði
fremur en ákvæði,
margvísur
umfram fávísur
og niður valkvæðanna lék undir
þá sjaldan að háttvísur komust á efnisskrá.

En viðkvæði mitt
sem áður varnaði þér vöku
hefur í huga þér breyst í lævísur
og varnar þér svefns.

Share to Facebook