Hlutskipti

Þegar rokkarnir voru þagnaðir
spann ég söguþráð á hljóðsnældu
og fléttaði þætti í símalínu.

Þegar rauðir þræðir röknuðu úr vef mínum
sló ég örlög mín á lyklaborð
og tengdi vef veraldarinnar.

Þegar nornir tjölduðu sali mína
nýju klæðum keisarans
birti ég nekt mína á breiðtjaldi.

Af sjálfsdáð hef ég dregið þær línur
sem varða leiðina,
á stundum skrifað undarlegustu hendingar

og hlutskipti mitt veltur á því einu
hvernig hlutnum er skipt.

Share to Facebook