Vetur

Kannski var sumarið andvaka.

Friðsemdin græn
bylti sér veturlangt undir kvíðboga mínum
og blæfrjóir vorlaukar
sáðu væntingum í erfiði mitt.

Ekki skóf yfir spor mín þennan vetur
en hafi mér skrikað fótur
sjást þess merki í langþreyttri moldinni.

Share to Facebook