Ég var tæpra 15 ára þegar ég skrifaði þetta ljóð. Líklega er þetta elsta órímaða ljóðið mitt sem ég hef ekki hent.

Sumarnótt.
Hvítt fiðrildi
situr á svartri rúðunni.

Ljóskerið í garðinum
varpar daufum bjarma
á kirsiberjatréð
og kastaníurnar.

Ilmur nýrra heimkynna
á sumarnótt
og þögnin hvíslar;

ég er ástfangin
af hvítu fiðrildi.

 

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago