Þessi texti er lausleg þýðing á írska þjóðsöngnum „Go Lazzie Go“. Lagið með þýðingunni er hér í flutningi hljómsveitarinnar Kólgu.

Þegar víðirunnar vakna,
lita vonargræna teiga.
Förum öll upp til fjalla,
fléttum bleika blóðbergssveiga
þar sem beitilyngið grær.

#Heyrðu klettana kalla,
komdu með upp til heiða.
Tínum blóðberg, bindum eiða,
þar sem beitilyngið grær.#

Sumarhöll í leyndri laut
þér af laufi skal ég flétta
nærri niðandi lind.
Villiblóm á bergi spretta
þar sem beitilyngið grær.

Ef mín sólin segir nei
mun ég sjálfsagt aðra seiða,
leiða í gróandi lund,
tína blóðberg, binda eiða,
þar sem beitilyngið grær.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago

Kvæði handa pöbbum og pabbaskottum

Þennan texta skifaði ég við lag eftir Begga bróður minn, eitt af þessum sem aldrei…

54 ár ago