Málfræðitími (til drengsins sem fyllir æðar mínar af endorfíni)
Í málsins leik er merking hjartans rist
því málfræðinnar undur aldrei þagna.
Mig þú kyssir, kysstir, hefur kysst
í kennimyndum sagna.
Ef ég þyrði… þótt ég vildi mest…
þótt ég gæti… ef ég bara mætti…
þá voru okkar viðurky/inni best
í viðtengingarhætti.