Ljóð handa fólki með augu

Augna þinna ljóðin lýsa
ljúfu skapi, sterkum vilja,
hreinni sál og heitu hjarta
hæfni til að hlusta og skilja.
Draumlyndi og djúpum ótta,
duldum veruleikaflótta.