Endurfundir

Kyssir þú hvarmljósum líf mitt og sál
kyndir mér langsofið löngunarbál
að vita í þöginni vaka,
söknuð þinn eftir að sofna mér hjá,
ég sé inn í hug þér er horfi ég á
bráfugl þinn vængjunum blaka.

Share to Facebook