Lofgjörð

Þýðing á To Be Grateful eftir Magnús Kjartansson.

Eins og gleði barns sem vorsins undur nærir
allt hið smáa í veröldinni hugann hrærir
náttúran er leikfang mitt og list
-lífið fagurt.

Sólin fyllir hjarta mitt svo flóir yfir
fögnuði og kærleika til alls sem lifir
söngur minn er þakkargjörð til þess
-það er fagurt.

Allar góðar vættir hafa vakað yfir mér
Veröld berðu almættinu lofgjörð mína.

Bruma tré í lundi, sjáðu blómin gróa,
börn að leik og lífið vakna um fjöll og móa
ó, hve dýrðlegt er að vera til
-allt er fagurt.

Gímaldin gerði síðar lag við þennan texta.