Ljóð handa Mjallhvíti

Einmitt þegar þú heldur
að þú hafir fest hönd á mér
mun ég renna þér úr greipum
í nýjum ham.

Eftir skil ég grænsilfraða minningu
milli handa þinna,
mittislinda,
hluta af sjálfum mér.

Láttu ekki vondu drottninguna
hnýta að þér lindann mín ljúfa,
horfðu á eftir mér
þegar ég hverf í nýja hamnum mínum
djúpt inn í laufþykknið,
þar mun ég leita þér epla.

Sett í skúffuna í október 2000

Share to Facebook