Erfðaskrá

Að mér látinni veistu
að enn áttu hug minn og hönd
og hjartafylli af minningum,
góðum og slæmum
skal dreift milli vina og ættingja
yfir moldun.

Leggðu áhyggjur þínar á brjóst mitt
og ég tek þær með mér í gröfina.
Bros mín gefin og þegin skil ég eftir
en tár mín ógrátin
hef ég ánafnað Landsvirkjun.

Share to Facebook