Ljóð handa bókmenntafræðingum

Þegar flóðbylgjan tók mig
og máði út spor mín í sandinum
tókstu tæknina í þjónustu þína.

Nú spinnurðu límkenndan vef
og rekur spor mín á netinu
sem dag hvern leggst þéttar að lífi mínu
og dauða.