Ljóð fyrir ógrátinn Íslending

Andartak þagnar.
Hrafnskló við brjóst.
Hvort mun það Huginn
sem rekur klær milli rifja
eða Muninn sem sífellt rýfur
í marggróin sár?

Kyssir kólralskó
og ég sé í augum þér spurn
bak við litaðar linsurnar.
„Hvað hendir hjarta þess
sem verður þér náinn?“

„Engar áhyggjur ljúfastur,
hrafnar kroppa náinn
-að endingu
en þú ert nú lifandi enn.“

Lifandi enn
og þó stendur haugurinn opinn.
Flýgur hrafn yfir
og enginn þig svæfir.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago