Við þennan seið á helst að nota svipu.

Galið kvæðið og látið smella í svipunni í hvert sinn sem þið berið fram „dl“ hljóð (eins og ll í smella). Þetta er annarlegt í fyrstu skiptin því maður hneigist til að koma sér upp takti og það er dálítið óþægilegt að brjóta hann en tilgangurinn er einmitt sá að brjóta upp hugsanamynstur og þegar það tekst gerast undarlegir hlutir. Þeir sem eiga ekki svipu geta notað spaða eða bara klappað í lófann á sér.

Allar vættir á ég kalla
álfa, tröll og dverga snjalla,
heiðin goð og heillanornir,
hafsins fólk og fjörulalla:

Sérhver hóll er heillum rúinn
hæsta fjalls og sanda á milli
þjóðarsálin þræll í bandi
þyrst í gull og sjúk af vellu.
Fulltingis af valdsins frillu
frávita af bulli og dellu
villist eigi að vænta lengur
vættir ríðið fram á völlinn.

Yfir kallið alla skolla
er öræfunum stela og spilla
fjendur marga, fall af stalli
forarpoll af reikningsvillum
gjaldþrot skjótt og gylliniæð
og gallsteinskast og blöðrukvilla.
Frunsuklasa, fret og skalla
flatlús, njálg og skitu illa.

Valdið stórar hryðjur hrelli
hristist jörð með bráðum hvelli
Fyrr en lónið fylli, stöðvið
ferleg spjöll á fossi og velli.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago