Hvað er tröll nema það?

Hún kom inn um gluggann sem kveldriða forðum
á kústi og barði þig ómyrkum orðum
en vissi ekki vitaskuld tilveru þinnar
-og vituð þér enn eða hvað?

Hún aldrei því trúir sem augljósast sýnist
í orðum hún lifir, í ljóðum hún týnist,
hún skrifar þér örlög
og skarar í deyjandi eld
-hvað er skáld nema það?

Hún leggur þér spil og hún spáir þér ljúfu,
hún spinnur þér orðastreng, engill með húfu,
með álagahendur
en auglit sem nývakið barn
-hvað er norn nema það?

Af fordæði og ergi hún fremur þér galdur,
í fjötra þig hneppir um ævi og aldur,
hún tryllist og hamast
og tælir þig ungan á fjall
-hvað er tröll nema það?

Og sjálf er hún óhræsi og álögum bundin
og elskar þá síst sem hún leiðir í lundinn,
þó biður hún sátta
og býður þig velkominn heim
-hvað er blóm nema það?

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago