Lítil mús

Eitthvert undarlegt tíst
er mitt hjarta að hrjá,
og ég get ekki lýst
því sem gengur þar á.
Eins og lítil mús
sem enginn maður hræðist,
hafi sest þar að.
Lítil mús sem læðist.

Fyrir forvitni rak
trýnið titrandi út,
hrökk þá aftur á bak
og sig hnipraði í hnút.
Hungri litlar mýs
þær inn í hús þitt leita.
Mitt hjarta er mús
Og brosið þitt er beita.

Share to Facebook