Leikfimilagið

Finnst þér ýkt og ógeðslegt að vera fituhlass
og hlunkast um með hnakkaspikið lafandi oná rass
með siginn barm og undirhakan hristist er þú hlærð
og engar búðir selja föt í fílastærð.
Ef sætur strákur lítur á þig strax hann sér
að rassinn hvílir kekkjóttur á hælum þér.
Þeir líkja þér við hráan lifrarpylsukepp,
feita gyltu, flóðhest eða myglusvepp.

Finnst þér lítið kúl að vera karlmaður með brjóst
og ömurlegat að vita að það sé lýðnum ljóst
að langtum betra úthald hefur sjötug amma þín
sem myndi fyrir skvapið á þér skammast sín.
Með upphandleggjaspírur líkt og Óli Skans
og kokteilsósan rennur um þinn æðakrans.
Þú veist að stelpur ræða um þig sem rúmmetrann
og fellingarnar hylja á þér félagann.

Jón Hallur Stefánsson samdi einnig lag við þetta kvæði vorið 2010. Diskurinn er enn ekki kominn út.