Hvísl

Og suma daga er ég bara svo skotin í þér að hugur minn verður hávær.
Heyri sjálfa mig hækka róminn til að yfirgnæfa hann.
Ekki til að blekkja þig,
því það sem varir þínar vita er löngu smogið undir augnlokin,
heldur bara vegna þess að sumum hugsunum hæfa engin orð.

Share to Facebook