Laukur

Þú getur flett og skorið,
fjarlægt hvert lagið af öðru
og grátið yfir hverju einasta
en sannarlega segi ég þér

laukur hefur engan kjarna.