Helga er að æfa sig fyrir leikfimikeppni og vinkonur hennar hvetja hana.
Ása: Teygja, púla taka á
takmarkinu ef viltu ná.
Efla bæði þrek og þol
þjálfa leggi skut og bol.
Helga: Gengur hægt, hvað á ég að gera?
Ása: -nú gef ég þér stera.
Ása: Stelpu sterka höfum við.
Stöndum báðar þér við hlið.
Ef þú þolir ekki tap
efla skal þitt keppnisskap
Helga: Ef ég tapa, eflaust ég dæi.
Signý: -ert´ekki í lagi?
Helga: Hvernig verður keppnin sú?
Kannski alveg úr úr kú?
Ása: Öll hún fer á einhvern veg
Signý: -aldrei verri en ömurleg.
Helga: Hvað vantar svo ég vinni’essa keppni
Signý: -helvítis heppni
Ása: Ef þú þreytist þessu á
þokkalega mundu þá:
árangur er afstæður
Signý: -aldrei verri en afleitur.
Helga: Sæll mun verða sigursins losti
Signý: -hvað ætli´ann kosti?