Hamingjan

Ég hef hitt hamingjuna á förnum vegi og séð að hún er græn eins og brumknappur bjarkar og sveigjanlegri en pítonslanga. Og svo hljómar hún dálítið eins og fíngert regn sem fellur í smátjörn í logni og hún ilmar líkt og blóðberg, eplakaka og koddaver unglingspilts.

En hvernig hún bragðast, það veit ég ekki.