Týndi víst glórunni
einhversstaðar milli drauma
eða kannski er hún föst bak við eldavélina,
gæti hafa lagt hana til hliðar á meðan ég hrærði í sósunni.
Ég sakna hennar ekkert sérstaklega, það er ekki það
en þú veist hvernig tískan er
svo ef þú sérð hana,
þá kannski kemurðu henni til skila.
Hún er svona glær,
minnir mig,
og með dálítið skarpar brúnir.