Galdrakvæði handa Ingó

Ég vildi að þetta hefði virkað

Bölmeini bitru eitrað
bráðu er Ingólfs blóðið
Nein veit þar ráð í nauðum
norn utan rúnir fornar.
Skal hann þó sköpum renna
skjót munu undan láta
illkynja mein að öllu
óværu út skal særa.

Kalla í kvæði snjalla
kunnáttu lækna og tækni
beisk víkja meðöl böli
braut, svo að lini þrautir.
Þér dreg ég Ýr og Æsi
átta svo brátt þeir finni
veiluna vonda og fæli
vísindin þennan fjanda.

Share to Facebook