Fjallið er kulnað

Þar sem áður brunnu eldar,
nógu heitir til að bræða grjót.
Þar sem glóandi hraunkvikan
varnaði nokkru lífi aðkomu
en vakti þó athygli
um stund,

þar er nú hraunskel nakin,
hrjúf og köld

og fjallið er kulnað.

Engin mosató er þér búin
í faðmi mér
en við rætur mínar
vaxa snjóblóm.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: Ástin

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago