Þar sem áður brunnu eldar,
nógu heitir til að bræða grjót.
Þar sem glóandi hraunkvikan
varnaði nokkru lífi aðkomu
en vakti þó athygli
um stund,
þar er nú hraunskel nakin,
hrjúf og köld
og fjallið er kulnað.
Engin mosató er þér búin
í faðmi mér
en við rætur mínar
vaxa snjóblóm.